Dagana 19.-30. apríl fyllast verslanir Nettó af barnafjölskyldum, en þessa daga stendur Nettó fyrir árlegum Barnadögum og býður þá verslunin upp á frábær tilboð á barnavörum í verslunum sínum um allt land.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir, er framkvæmdastjóri verslunar og mannauðsviðs Samkaupa sem reka meðal annars Nettó verslanir víðsvegar um landið og Garðapósturinn/Kópavogspósturinn spurði hana fyrir hvað Barnadagar Nettó standa.
Barnafjölskyldur er okkur kær hópur
Hvernig kom það til að þið byrjuðu með sérstaka Barnadaga í verslunum Nettó? ,,Barnafjölskyldur er okkur kær hópur sem skiptir okkur máli og við vitum það að kostnaður sem fylgir litlum einstaklingum í fjölskyldunni getur verið töluverður. Því viljum við leggja okkar af mörkum að bjóða upp á barnadaga þar sem við lækkum þessar vörur fyrir fjölskylduna töluvert. Aðra daga ársins má þó benda á að við erum með hagstætt verð á bleyjum og skvísum, þá sérstaklega í Anglemark sem eru lífrænt vottaðar vörur,” segir Gunnur Líf.
Hægt að versla á netinu
Og þið eruð greinilega vel meðvituð að þetta skiptir barnafjölskyldur miklu máli og kannski ekki hvað síst í dag? ,,Já, svo sannarlega og þekki ég það vel á eigin fjölskyldu, að við viljum velja góð gæði fyrir börnin á góðu verði. Því er eru barnadaga kærkomin viðbót í ímynd Nettó um hagstæð innkaup fyrir fjölskylduna. Svo má nefna að hægt er að versla allt á barnadögum einnig á netinu, sem sparar einnig tímann. Stór hópur af fjöl- skyldufólki hefur komist upp á lagið með versla á netinu, þar sem er bæði auðvelt að versla og þú safnar inneign í hvert skipti í gegnum vildarkerfi Samkaupa.”
Um 150 vörur á tilboði
Hvað eru þetta sirka margar barnavörur sem eru á tilboði hjá ykkur? ,,Það eru um 150 vörur sem eru á afslætti á barnadögum, allt frá Libero bleyjum, öllum Anglamark barnavörum og svo uppáhaldinu hjá litlu dömunni minni sem eru Ellas barnamaturinn.”
Og hafa þetta verið vinsælir dagar í verslunum Nettó? ,,Þessir dagar hafa verið að takast vel og því enn sterkari ástæða fyrir því að endurtaka leikinn. Við fórum fyrst af stað með barnadaga fyrir nokkrum árum síðan en hafa dagarnir farið stækkani ári til árs. Við höfum fengið birgja með okkur í lið og getum þar að leiðandi boðið upp á enn betri afslætti sem nýtist fjölskyldum til góða.”
Og hafa foreldrar jafnvel birgt sig upp að vörum á þessum dögum og hvað hefur verið vinsælast í gegnum árin? ,,Já, svo sannarlega og fögnum við því. Þessar klassísku vörur eru auðvitað vinsælastar s.s. bleyjur, blautþurrkur, skvísur og barnamatur. Enda áherslan sem slík á þær vörur sem eru í innkaupakörfu barnafjölskyldna dags daglega.”
Ömmur og afar komu færandi hendi
Barnafjölskyldur já, en þurfa viðskiptavinir að sanna að þeir eigi börn á leikgrunnskólaaldri, sína ykkur fæðingavottorð barnsins eða ,,barnaskilríki“ svo þeir megi versla hjá ykkar á Barnadögum eða geta allir komið og verslað, líka ömmur og afar? ,,Tilboðin eru fyrir alla sem vilja nýta sér þau. Ég gleymi því ekki hér áður fyrr þegar amman og afinn komu nú færandi hendi með bleyjur og barnamat til stuðnings við okkur hjónin. Þetta voru oft á tíðum mjög kærkomnar heimsóknir fyrir unga námsmennina sem áttu í fullu fangi að fóta sig fyrir 15 árum síðan. Hvet því allar ömmur og afa, jafnvel frænkur og frænda, til að taka sér þetta til fyrirmyndar fyrir fjölskylduna í kringum sig. Og hvergi betri leið en að kíkja á barnadaga í Nettó í því samhengi.”
Það munar um hverja krónu
Og þú hvetur því alla til að koma við í verslunum Nettó og skoða þessu frábæru tilboð sem eru í boði á barna-dögum, það munar um hverja krónu? ,,Já, það gerir það. Ég hvet alla Garðbæinga til að gera sér ferð í Nettó verslanir á barnadögum og í raun nú bara alla daga, það geta öll fundið sér eitthvað til hæfi, hvort sem að það séu tilboðin á barnadögum, helgartilboðin á ferskvöru, lífrænt grænmeti og ávextir eða aðeins til að skoða okkar frábæra úrval af heilsuvörum. Í Nettó finnur þú allt sem þig vantar fyrir þig og þína fjölskyldu. Nettó í nágrenni okkar eru Nettó Selhella, Nettó Miðvangi í Hafnarfirði, Nettó Salarvegi og Nettó í Búðarkór,” segir hún og bætir við að lokum. ,,Ég mæli svo auðvitað með fyrir alla til að prófa netverslunina, þar sem ég veit að eigin raun, hve þægilegt er þegar margir boltar eru á lofti, að versla í gegnum netið og fá bleyjupokana senda heim að dyrum og um leið að spara tíma,” segir Gunnar Líf að lokum.
Forsíðumynd: Gunnur Líf ásamt dóttur sinni, Þóru Valgerði, sem er 10 mánaða.