Börn af Bæjarbóli í sögustund um Holi-hátíðina

Hópur barna frá leikskólanum Bæjarbóli kom í Bókasafn Garðabæjar á dögunum til þess að hlýða á sögu um Holi, hina helgu og litríku hátíð hindúa. Indverska sendiherrafrúin las sögu um litina sem notaðir eru á Holi-hátíðinni og mikilvægi fyrirgefningar sem er stór þáttur í hátíðarhöldunum. Holi er mikil gleðihátíð og þá leika krakkar sér með vatnsblöðrur með lituðu vatni og kasta lituðu dufti á hvert annað. Krakkarnir á Bæjarbóli voru mjög áhugasöm um þessa framandi hátíð Indverja og lærðu þar að auki að segja nöfn litanna á hindí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar