Uppskeran almennt góð

Uppskeruhátíð skólagarðanna í Silfurtúni var haldin laugardaginn 11. september sl. í mildu haustveðri.

Börn og eldri borgarar sem voru með garð í skólagörðunum í sumar mættu ásamt fjölskyldum sínum og unnu saman að því að stinga upp kartöflur og uppskera grænmeti úr görðunum. Eins og undanfarin sumur, bauðst eldri borgurum að kaupa garð viku eftir að börnunum hafði verið úthlutaður garður og var ánægjulegt að sjá að hversu mikill áhugi var á því. Í skólagörðunum í sumar voru ræktaðar kartöflur, fjölmargar káltegundir, salöt og kryddjurtir. Jafnvel þótt sumarið hafi byrjað í kaldara lagi og tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu í sumar hafi verið fremur þungbúið og svalt þá var uppskeran almennt góð hjá flestum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og kanilsnúða til að fagna góðu starfi og viðurkenningarskjöl voru veitt fyrir þátttöku í skólagörðunum í sumar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar