Komdu með í handavinnu, bókaspjall og fleira í vetur!

Þá er haustið loks að heilsa upp á okkur og með haustinu fer hefðbundið starf einnig af stað á Bókasafni Kópavogs. Boðið verður upp á skemmtilegt og áhugavert bókaspjall í báðum bókmenntaklúbbum safnsins, handavinnan verður í hávegum höfð í hannyrðaklúbbnum Kaðlín og í prjónakennslu fyrir byrjendur, kátir krakkar fá að lesa fyrir hunda, hópur fyrir fólk af erlendum uppruna í samstarfi við Rauða krossinn hittist og spjallar saman á íslensku, foreldrar hittast á foreldramorgnum, jóga og margt, margt fleira spennandi verður í gangi í vetur.

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist annan hvern miðvikudag
Foreldramorgnar eru á hverjum fimmtudegi, gestafyrirlesarar koma tvisvar í mánuði
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist í hverri viku á miðvikudögum
Jóga er í boði tvisvar í viku, slökunarjóga á mánudögum og Hatha-jóga á fimmtudögum
Lesið á milli línanna bókaklúbburinn hittist fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði
Lesið fyrir hunda er á dagskrá fyrsta laugardag í mánuði
Æfingin skapar meistarann (Spjallið), hópur fyrir fólk af erlendum uppruna hittist annan hvern laugardag

Nánari upplýsingar um tiltekna klúbba og viðburði er að finna inni á heimasíðu bókasafnsins sem og á Facebook-síðu safnsins. Þar er einnig að finna upplýsingar um opnunartíma aðalsafns og Lindasafns.

Verið velkomin á bókasafnið. Hlökkum til að sjá ykkur í vetur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar