Tvöfalt hjá 7. flokki Stjörnunnar!

Strákarnir og stúlkurnar í 7. flokki hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta

7. flokkur stúlkna og drengja í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir um sl. helgi þegar liðin tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í viðkomandi flokkum.

Sannarlega frábær árangur hjá þessu ungu og efnilegu körfuboltaiðkendum í Stjörnunni og þess má geta að stelpurnar í 7. flokki eru fyrstu Íslandsmeistararnir sem Stjarnan eignast í kvennaflokki. Framtíðin er sannarlega björt en þjálfari stúlknanna er Dani og við stjórnvölinn hjá drengjunum er Óskar.

Hörður Garðarsson tók myndina af drengjunum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar