Metfjöldi í sumarvinnu hjá Kópavogsbæ

Búast má við metfjölda í sumarvinnu hjá Kópavogsbæ í sumar. Skráningar í Vinnuskóla bæjarins fara gríðarlega vel af stað og er búist við um 1.500 til starfa þar, sem yrði 10% aukning frá í fyrra. Vinnuskóli Kópavogs er fyrir börn fædd 2004-2007.
                                                                                      
Þá hefur sumarstörfum hjá Kópavogsbæ hefur verið fjölgað og opnað fyrir umsóknir í fleiri störf en áður höfðu verið auglýst.
Stefnt er að því að um 750 sumarstörf verði í Kópavogi í ár eða svipaður fjöldi og í fyrra en það var tæplega 80% aukning frá árinu 2019.
Sumarstarfsfólk í Kópavogi starfar á fjölmörgum stöðum innan sveitarfélagsins, má þar nefna sundlaugar, íþróttafélög, vinnuskóla, bæjarskrifstofur og þjónustumiðstöð.
 
Umhverfi og opin svæði í Kópavogi var einstaklega vel hirt síðasta sumar, vegna fjölda starfsfólks og má vænta þess sama í sumar.
 
Verður tekið mið af fyrirhuguðum stuðningi Vinnumálastofnunar í skipulagningu sumarstarfa, líkt og síðasta sumar.
 
Sumarstörf í Kópavogi eru sem fyrr 18 ára og eldri. Flest koma til starfa í júníbyrjun.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar