Tveir merkir samningar undirritaðir. Efla heilsurækt eldra fólks í Garðabæ

Í síðustu viku voru undirritaðir tveir merkir samningar. Annars vegar undirrituðu Dr. Janus Guðlaugsson og Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG) samning til eflingar heilsuræktar eldra fólks í Garðabæ. Hins vegar undirrituðu Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv. formaður Landssambands eldri borgara (LEB) og Dr. Janus samning við LEB til að efla þátttöku eldra fólks í heilsueflingu.

Undirritun. F.v. Þórunn Sveinbjörnsdóttir fv. formaður Landssambands eldri borgara (LEB), Dr. Janus Guðlaugsson og Stefanía Magnúsdóttir fv. formaður Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG)

LEB fékk styrk frá félagsmálaráðuneytinu til að heilsueflingar meðlima sinna. FEBG verður fyrsta félagið til að fá styrk frá LEB í þessa þágu og kemur sér vel þegar ráðist er í svo stórt verkefni. Kynning á verkefninu Janus heilsurækt verður kynnt í ágúst og fer af stað í framhaldi af því.

Samningur FEBG við Janus heilsueflingu byggir á nýgerðum samningi FEBG við Garðabæ um félags og heilsuræktarstarf eldri borgara í Garðabæ. Garðabær er ekki beinn aðili að samningi FEBG við Janus heilsueflingu en er stuðningsaðili hvað varðar aðstöðu og faglega ráðgjöf undir stjórn íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúa bæjarins. Samningarnir taka mið af markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og miða að því að valdefla félagið í þjónustu við sína félagsmenn og íbúa Garðabæjar 67 ára og eldri.

Garðbær er heilsueflandi samfélag

Garðabær er Heilsueflandi samfélag en meginmarkmiðið með því er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins