Sjórinn er fullur af góðum verum og rusli

Laugardaginn 19. júní opnaði í Gerðarsafni sýningin Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! sem er fyrsti áfangi Vatnsdropans, stærsta alþjóðlega verkefnis Menningarhúsanna í Kópavogi til þessa. Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Múmínsafnsins í Tampere, H. C. Andersen safnsins í Óðinsvéum og Ilon’s Wonderland í Hapsaalu í Eistlandi auk Menningarhúsanna í Kópavogi.

Það var margt um manninn á opnuninni og bauð Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, gesti velkomni með nokkrum vel völdum orðum um Vatnsdropaverkefnið. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tók einnig til máls ásamt Þórarni Eldjárn rithöfundi og þýðanda sögunnar um Vatnsdropann. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði svo sýninguna ásamt ungu íslensku sýningarstjórunum, þeim Fjólu Kristínu Sveinbjörnsdóttur, Freyju Lóu Sigríðardóttur, Ívu Jovisic, Lóu Arias og Vigdísi Unu Tómasdóttur. Að ósk ungu sýningastjóranna var einnig boðið upp á tónlistaratriði með Friðriki Dór við mikinn fögnuð sýningarstjóranna og allra gestanna.

Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! er sýning sem ungir sýningarstjórar stýra en hópinn skipa þrettán börn frá Íslandi, Danmörku, Eistlandi og Finnlandi. Ungu sýningarstjórarnir hafa undanfarna mánuði tekið þátt í vinnusmiðjum í söfnunum (eða á netinu vegna samkomutakmarkana) undir leiðsögn sýningarstjóra Vatnsdropans, Chus Martinez, og fræðslu- og verkefnastjóra Gerðarsafns, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur, semhefurleitt vinnu hópsins hér á landi.

Á sýningunni Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! gefur að líta verk sem ungu sýningarstjórarnir hafa valið frá H. C. Andersen safninu, Múmínsafninu og Ilon’s Wonderland. Verkin má með einum eða öðrum hætti tengja fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, Lífi í vatni. Heimir Sverrisson og samstarfsfólk hans hjá Irma studio tóku svo að sér að hanna og smíða umgjörð um sýninguna sem er að finna á 1. hæð Gerðarsafns.

Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! verður verður opin gestum og gangandi til og með 31. október í Gerðarsafni. Samhliða sýningunni verður boðið upp á fjölda viðburða í Menningarhúsunum í Kópavogi tengdum Vatnsdropanum og er fólk hvatt til að fylgjast með á samfélagsmiðlum Menningarhúsanna og á www.menningarhusin.is.

Mynd. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Soffía Karlsdóttir, Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Íva Jovisic, Sara Loeve Daðadóttir, Lóa Arias, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Vigdís Una Tómasdóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins