Tugir milljónir króna undir hjá kvenna- og karlaliði Stjörnunnar

Úrslitakeppnin í efri hluta Bestu-deildar kvenna og karla í knattspyrnu er hafin eða að hefjast.

Þar leikur Stjarnan mikilvæga leiki, bæði kvenna- og karliðið, sem getur tryggt þeim, ef vel gengur, þátttökurétt í Evrópukeppninni að ári, en þátttaka í þeirri keppni tryggir liðunum tugi milljóna króna.

Það er því mikið undir og stuðningsmenn félagsins hvattir til að mæta á völlin í úrslitakeppninni, en í kvöld leikur kvennalið Stjörnunnar við Val á Samsung-vellinum kl. 19:15 og stúlkurnar eiga svo aftur leik á sunnudaginn er þær mæta Breiðablik í Kópavogsvelli kl. 14:00. Með sigri á Íslandsmeisturum Vals, sem urðu sófameistarar í gærkvöldi, fer Stjarnan upp í annað sætið sem gefur þátttöku í Evrópukeppninni að ári, þar sem Breiðablik tapaði sínum leik í gærkvöldi.

Karlalið Stjörnunnar hefur svo leik í úrslitakeppninni nk. sunnudag kl. 19:15 er þeir heimsækja Val á Hlíðarenda.

Mynd: Anna María Baldursdóttir, fyrirliði mun standa vaktina í vörn Stjörnunnar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar