Haustdagskrá Bókasafns Garðabæjar hófst með miklum látum í gulri viðvörun laugardaginn 2. september. Álftanessafn og Urriðaholtssafn eru opin fyrsta laugardag í mánuði og var margt um að vera af því tilefni. Í Urriðaholtssafni var sögustund með rithöfundinum Jónu Valborgu Árnadóttur sem las upp úr bók sinni Penelópa bjargar prinsi. Í Álftanessafni var boðið upp á hið sívinsæla ljósaborð og segulkubba sem krökkum finnst sérstaklega gaman að leika með. Á Garðatorgi var svo föndur á borðum þar sem gestir gátu gert sín eigin klippilistaverk. Fylgist með líflegri haustdagskrá Bókasafns Garðabæjar á vef- og Facebooksíðu safnsins.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins