Haustdagskráin hófst með miklum látum í gulri viðvörun

Haustdagskrá Bókasafns Garðabæjar hófst með miklum látum í gulri viðvörun laugardaginn 2. september. Álftanessafn og Urriðaholtssafn eru opin fyrsta laugardag í mánuði og var margt um að vera af því tilefni. Í Urriðaholtssafni var sögustund með rithöfundinum Jónu Valborgu Árnadóttur sem las upp úr bók sinni Penelópa bjargar prinsi. Í Álftanessafni var boðið upp á hið sívinsæla ljósaborð og segulkubba sem krökkum finnst sérstaklega gaman að leika með. Á Garðatorgi var svo föndur á borðum þar sem gestir gátu gert sín eigin klippilistaverk. Fylgist með líflegri haustdagskrá Bókasafns Garðabæjar á vef- og Facebooksíðu safnsins. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar