Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram að nýju eftirfarandi tilboð sem bárust í byggingu dælustöðvar fyrir vatnsveitu í Vetrarmýri.
Langeldur ehf. kr. 109.747.000
Fortis ehf. kr. 111.809.316
Stéttafélagið ehf. kr. 103.878.870
Kostnaðaráætlun kr. 77.797.950
Á fundinum var einnig lagt fram minnisblað Juris lögmanna og Eflu verkfræðistofu þar sem fram kemur að lægstbjóðandi Stéttafélagið ehf. uppfylli skilyrði útboðsskilmála um að hafa reynslu af sambærilegu verki ef litið er til eðli verksins í heild, þ.e. mannvirkjagerð. Garðabær mun kalla eftir frekari upplýsingum um reynslu undirverktaka vegna lagnavinnu.
Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda Stéttafélagsins ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.
Mynd: Vetrarmýri