Átta breytingar gerðar á deiliskipulagi íbúðabyggðar í Víðiholti

Á síðasta fundi skipulagsnefndar Garðabæjar var lögð fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Víðiholt að lokinni auglýsingu ásamt innsendum athugasemdum og umsögnum, en 15 athugasemdir bárust og hefur skipulagsnefnd samþykkt að gera átta breytingar frá upphaflegu deiliskipulagi.

Skipulagsnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á auglýstri tillögu:

Íbúðareiningum innan skipulagssvæðisins fækkar úr 75 í 70. Raðhús næst Lyngholti fellt út, íbúðum í fjölbýlishúsum fækkar um fjórar.

Byggingarreitir fjölbýlishúsa styttast um 4,5 m í suðurenda. Fjarlægð þeirra frá lóðarmörkum við Asparholt 2 og 4 verður 15,1 í stað 10,6.

Byggingarreitir raðhúsa minnka lítillega og færast fjær húsum við Asparholt, verða 10,4 m frá lóðarmörkum þeirra húsa í stað 6-7 m.

Gert verði ráð fyrir 3 m bili fyrir göngustíg á milli lóða í Asparholti og Víðiholti frá Breiðumýri að göngustíg milli Lyngholts og Asparholts.

Hámarkshæð raðhúsa lækkar úr 6,5 m í 6,3 m.

Hámarkshæð fjölbýlishúss lækkar úr 10m í 9,1m. Hámarkshæð lyftuhúss verði 10 m.

Leiksvæði norðan við Víðiholt fellt út.

Bílastæðum fjölgar og er nú 2,3 stæði á íbúð þegar bílastæði á lóðum og gestastæði utan lóða eru reiknuð með.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar