Tiny Toast fer í samstarf með Mía Magic

Tiny Toast hefur farið af stað með skemmtilegt samstarfsverkefni með Míu Magic, en það er Garðbæingur Silja Hinriksdóttir sem á og rekur Tiny Toast.

Mia Magic er góðgerðarfélag sem einblínir á að gleðja langveik börn og foreldra þeirra og hefur m.a. gefið út bók- ina ,,Mía fær lyfjabrunn”. Á meðan Tiny Toast sérhæfir sig í hágæða, umhverfisvænum vörum en helsta markmið þeirra er að vekja fólk til umhugsunar og styrkja góð málefni. Mia Magic og Tiny Toast leggja bæði mikið upp úr því að láta gott af sér leiða og þar af leiðandi er þetta alveg einstakt samstarf.

Um ræðir sérstaka vörulínu sem er innblásin af línunni ,,Við getum verið hugrökk, þótt við séum hrædd” – sem er tekin úr bókinni Mía fær lyfjabrunn. Hluti ágóðsins af hverri sölu fer svo beint til Mía Magic, svo að þau geti haldið áfram að gleðja langveik börn og fjölskyldur þeirra.

Það er um að gera að kíkja á vefsíðu Tiny Toast og kynna sér þessa nýja vörulínu. Einnig er hægt að fylgjast með þeim á Instagram undir nafninu @Tiny. Toast.Store og @miamagic.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar