Burstabærinn Krókur opinn á sunnudögum

Fyrsti opnunardagur sumars á Króki var þann 4. júní staðarhaldari í sumar er Ari Jónsson sem tekur glaður á móti öllum gestum frá klukkan 11:30 – 15:30 alla sunnudaga. Í heimsókn á Krók er hægt að fræðast um lífið í bænum en í boði eru skemmtilegir ratleikir sem fá gesti til að skoða og leysa þrautir saman. Í hlöðunni fer fram kirkjukaffi að lokinni sumarmessu í Garðakirkju en sumarmessurnar eru samstarfsverkefni söfnuðanna í Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði.

Á morgun, sunnudaginn 18. júní munu Ástvaldur Traustason organisti stjórna Garðálfunum sem er kór eldri borgara en 25. júní fer fram Hlöðuball. Rétt er að fylgjast með dagskránni á facebooksíðu Króks.
Mynd Ari Jónsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar