Þrjár sýningingar í Hönnunarsafni Íslands

Á dögunum opnuðu þrjár nýjar sýningar í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við HönnunarMars 2023.

Sýningarnar eru: Nærvera, sem er sýning á nýjum peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí, Frá einum stað til annars sem er tilraun Ödu Stancza til að nota afganga úr grjótvinnslu sem litarefni fyrir keramik og loks Heimurinn heima sem er ævintýralegt fjölbýlihús skapað af nemendum í fjórða bekk í Garðabæ.

Ýr Jóhannsdóttir hefur starfað sem textílhönnuður undir nafninu Ýrúrarí

NÆRVERA (Opin til 27. ágúst 2023)
Ýr Jóhannsdóttir hefur starfað sem textílhönnuður undir nafninu Ýrúrarí frá árinu 2012 og skapað sér nafn á Íslandi sem og erlendis. Verkefni Ýrúrarí byggjast að mestu á textíl þar sem hún leikur sér með mörk búninga og hversdags klæðnaðar. Undanfarin ár hefur sjálfbærni og endurvinnsla litað verkefni hönnuðarins sem vinnur aðallega með efnivið úr textíl sem safnast upp á endurvinnslustöðvum.

Á sýningunni gefur að líta nýjar peysur eftir Ýrúrarí. Ferlið byggist á tilraunum með fjölbreyttar aðferðir og útfærslur sem veita ósöluhæfum peysum úr endurvinnslustöðvum sterkari nærveru svo þær haldist í notkun um ókomna tíð. Í anda fyrri verkefna Ýrúrarí eru peysurnar unnar á húmorískan hátt með leikgleði að leiðarljósi. Markmiðið er að lífga upp á hversdaginn.

Verk eftir Ýrúrarí má m.a. finna í ýmsum spennandi fataskápum en einnig í safneignum Textiel Museum í Hollandi, Museum für Kunst und Gewerbe í Hamborg, Museum of International folk Art í Nýju Mexíkó, National Museums of Scotland og Hönnunarsafni Íslands.

Meðfram sýningunni fara fram smiðjur og aðrir viðburðir sem skoða má betur á fb og heimasíðu Hönnunarsafns Íslands.

Sunnudagur 20. ágúst kl. 13:00 – Opin
Smiðja með Ýrúrarí.
Sunnudagur 27. ágúst kl. 13:00 – Opin
smiðja með Ýrúrarí.

Árið 2020 var verkefni Ýrúrarí “Peysa með öllu”, sem unnið var í samstarfi við fatasöfnun RKÍ, tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands. Verkefnið var þróað áfram á opinni vinnustofu Hönnunarsafns Íslands árið 2021 í formi skapandi fataviðgerðarsmiðja. Smiðjan hefur nú ferðast víðsvegar um Evrópu.

Stúdíó Fræ er alþjóðlegt hönnunarstúdíó sem starfar bæði á Íslandi og Kína. Stúdíó Fræ samanstendur af hönnuðunum Niki Jiao og Yiwei Li sem luku báðar meistaragráðu í hönnun við Listaháskóla Íslands. Störf Stúdíó Fræ eru fjölbreytt: Hönnunar ráðgjöf, markaðssetning, vöruþróun, sýningarhönnun, margmiðlun, út

gáfu og ljósmyndun. Hönnunarstúdíóið hefur m.a. unnið að verkefnum með Bio-effect, 66°norður, fatahönnuðinum Magneu ásamt myndaþáttum fyrir tímaritið HA.

Ada Stanczak, sem hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands síðastliðna þrjá mánuði, sýnir afrakstur rannsókna sinna á möguleikum jarðefna til litarefnagerðar í keramiki.

FRÁ EINUM STAÐ TIL ANNARS (Opin til 14. maí 2023)
Ada Stanczak, sem hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands síðastliðna þrjá mánuði, sýnir afrakstur rannsókna sinna á möguleikum jarðefna til litarefnagerðar í keramiki.

Hún kynnir einnig til leiks verkefnið Frá einum stað til annars þar sem kannaðir eru möguleikar á notkun afganga úr grjótvinnslu til litarefnagerðar í keramiki. Rannsókn á efniviðinum leiðir af sér þróun á litatöflu fyrir keramik og framleiðslu á sjálfbærri byggingarvöru sem nýtir grjótúrgang til fulls.

Skringilegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið, það er skapað af 4. bekkingum í Garðbæ

FRÁ EINUM STAÐ TIL ANNARS (Opin til 10. september)
Skringilegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið, það er skapað af 4. bekkingum í Garðbæ. Nemendurnir unnu íbúðirnar í smiðju í tengslum við sýninguna “Hönnunarsafnið sem heimili”. Þau voru hvött til að hugsa með höndunum og láta sköpunargleðina leika lausum hala. Þau settu sig í spor hönnuða og með nýtni og uppfinningasemi bjuggu þau í sameiningu til heimili fyrir skáldaða einstaklinga með fjölbreyttan bakgrunn svo sem dansara og geimfara, bakara og gleðigjafa sem öll eiga það sameiginlegt að búa með ævintýralegum hóp gæludýra og safna aragrúa af ýmsu.

Sýningarstjórar og hönnuðir smiðjunnar eru Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir.

Forsíðumynd: Sýningarstjórarnir Niki Jiao og Yiwei Li, Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins og Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður. Myndir: Stefán Pálsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar