Ungir sýningarstjórar opna sýninguna Draumaeyjan okkar. Öll börn velkomin

Ungir sýningarstjórar í Vatnsdropanum, alþjóðlegu barnamenningarverkefni sem Kópavogur á frumkvæðið að, opna listasýningu á Bókasafni Kópavogs næstu helgi. Þar verður boðið upp á vinnusmiðjur, pönnukökugerð og list unna upp úr norrænum barnabókmenntum í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann. ,,Við bjóðum öll börn velkomin til okkar og hlökkum til að sýna þeim verkin okkar, bjóða þeim að taka þátt í smiðjum og smakka á pönnukökum,” segir þessi glaðlegi, listræni hópur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar