Þarftu aðstoð með síendurtekin lykkjuföll?

Garðaprjón og prjónakennsla verður í boði á Bókasafni Garðabæjar miðvikudaginn 27. apríl kl. 16:30.

Þarftu aðstoð með síendurtekin lykkjuföll? Eða við að klóra þig fram úr öllu prjónamálinu í uppskriftinni?
Ester Jónsdóttir, textílkennari, leiðbeinir í prjónaskapnum.

Vettvangur til að hittast, prjóna og spjalla. Allir velkomnir. Heitt kaffi á könnunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar