Líðan unglinga í Garðabæ – foreldrar besta förvörnin

Nýjar upplýsingar um hagi og líðan barnanna okkar. Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin!

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu kynnir niðurstöður nýjustu könnunar á á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk, miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 20 í Sveinatungu á Garðatorgi.

Könnunin var framkvæmd meðal nemenda í 5.-10. bekk í öllum skólum landsins. Í könnuninni er spurt um hegðun og líðan barnanna, notkun samfélagsmiðla og tölvuleikja, heilsu og líðan, svefn og klámnotkun. Skoða má niðurstöður könnunarinnar á landsvísu á vefnum https://www.rannsoknir.is.

Fundurinn verður einnig í beinu streymi á facebooksíðu Garðabæjar miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.

Foreldrar barna og ungmenna í Garðabæ eru hvattir til að þess að nýta þetta frábæra tækifæri til þess að fá upplýsingar um líðan barnanna okkar og hvað raunverulega er að gerast í umhverfinu okkar.

Fundurinn verður í beinu streymi á vef Garðabæjar og fésbókarsíðu Garðabæjar og foreldrar allra árganga grunnskólabarna og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum. Hægt er að senda inn spurningar á meðan á fundinum stendur í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins