Tenging Flóttamannavegar við Urriðaholt

Sviðsstjóri umhverfissviðs Garðabæjar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi tengingar Urriðaholts við Flóttamannaveg á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag, en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að Flóttamannavegur verði tengibraut. Samkvæmt deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts er gert ráð fyrir að bæði Holtsvegur og Urriðaholtsstræti geti tengst Flóttamannavegi.

Einnig var rætt um stöðu mála varðandi umferðarflæði og tengingar við Reykjanesbraut.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að undirbúningi vegna tengingar Urriðaholts við Flóttamannaveg.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar