Garðakórinn og Vorboðar í Mosfellsbæ með sameiginlega vortónleika

Fimmtudaginn 16. maí kl. 17.00 halda tveir kórar eldri borgara, Garðakórinn úr Garðabæ undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar og Vorboðar úr Mosfellsbæ undir stjórn Hrannar Helgadóttur, sameiginlega vortónleika í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Efnisskráin er mjög fjölbreytt en mörg lögin tengjast vorinu og sumrinu. Kórarnir syngja ýmist saman eða hvor fyrir sig og áheyrendur fá einnig að taka undir.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir velkomnir.

Þess má geta að Garðakórinn mun syngja í Hörpuhorni í tónlistarhúsinu Hörpu 9. júní kl. 14.30. Þangað eru einnig allir velkomnir.

Mynd: Frá æfingu Garðakórsins

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar