Garðakórinn og Vorboðar í Mosfellsbæ með sameiginlega vortónleika

Fimmtudaginn 16. maí kl. 17.00 halda tveir kórar eldri borgara, Garðakórinn úr Garðabæ undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar og Vorboðar úr Mosfellsbæ undir stjórn Hrannar Helgadóttur, sameiginlega vortónleika í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Efnisskráin er mjög fjölbreytt en mörg lögin tengjast vorinu og sumrinu. Kórarnir syngja ýmist saman eða hvor fyrir sig og áheyrendur fá einnig að taka undir.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir velkomnir.

Þess má geta að Garðakórinn mun syngja í Hörpuhorni í tónlistarhúsinu Hörpu 9. júní kl. 14.30. Þangað eru einnig allir velkomnir.

Mynd: Frá æfingu Garðakórsins

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins