Niðurstöður rannsóknar ungs fólks í Kópavogi fyrir árið 2023, er rannsókn meðal nemanda í 5.-7.bekk og 8.-10.bekk. Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var á vegum Rannsókna & greiningar í Háskólanum í Reykjavík.
Í skýrslunni er ungt fólk í Kópavogi skoðað sérstaklega og borin saman við höfuðborgarsvæðið og svo landið allt. Spurt er um vímuefnaneyslu, líðan, samskipti við foreldra og tómstunda og íþróttaiðkun. Í heildina eru nemendur í Kópavogi að koma vel út úr þessari könnun og meirihluti þeirra stendur sig vel.
Það er ánægjulegt að sjá að 95% þeirra sem svöruðu könnunni upplifa umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum, 98% nemanda í 5.-7.bekk líður oftast vel heima hjá sér Þá segjast 81% nemanda í 8.-10.bekk oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar, en gott að muna að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin.
Meirihluta barna í Kópavogi stendur sig vel og vert að vera stolt af því.
Foreldrum barna í Kópavogi mun standa til boða ítarlegri kynning á rannsókinni í sínu skólahverfi, tímasetningar verða kynntar síðar.
Spurt er um vímuefnaneyslu, líðan, samskipti við foreldra og tómstunda og íþróttaiðkun í rannsókninni.