Systkini stóðu sig vel í sundi

Íslandsmeistaramótið í 50m laug, ÍM50 fór fram í apríl í Laugardalslaug.

Systkinin Ágústa Inga og Þor-steinn Karl Arnarsbörn áttu bæði keppnisrétt á mótinu og keppti Ágústa Inga í 50m, 100m og 200m skriði og stóð hún sig alveg frábærlega þótt hún hafi ekki náð á verðlaunapall að þessu sinni.

Tók bronsverðlaun í 400m skriðsundi

Þorsteinn synti í 50m, 100m, 200m, 400m, og 800m skriði. Fyrirkomulagið á þessu móti er að fyrir hádegi er keppt í undanúrslitum og eftir hádegi úrslit, nema í 800m þar er farið beint í úrslit. Á fyrsta keppnisdegi synti Þorsteinn sig inn í úrslit í 400m skriði á tímanum 4:25.29 og eftir hádegið bætti hann um betur og fór 400m á 4:21.45 og lenti þar með í 3. sæti. Á sunnudeginum synti Þorsteinn 200m skrið fyrir hádegið og komst í úrslit og var einnig í úrslitum í 800m. Þannig eftir hádegi á sunnudeginum var á brattann að sækja. Þorsteinn ákvað að synda bæði þessi sund þó aðeins um klst. væri á milli úrslitasundanna og stóð sig frábærlega og lenti í 4. sæti í báðum greinum.

Næstu stóru mótin hjá sundmönnum Stjörnunnar eru svo í júní og þar með líkur sundárinu.

Mynd: Systkinin Ágústa Inga og Þorsteinn Karl Arnarsbörn ásamt sundþjálfarnum sínum, Hannesi Má Sigurðssyni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar