Laufey tekur við af Stefaníu

Formannaskipti urðu á aðalfundi FEBG sem haldinn var í Jónshúsi

Fjölmenni var aðalfundi FEBG sem haldinn var í Jónshúsi 7 júní sl., en um 150 manns sóttu fundinn.

Stefanía Magnúsdóttir, sem gengt hefur formennsku í fimm ár 5 ár, sem er hámark samkvæmt lögum félagsins, lét af formennsku og það sama á við um Guðlaugu Ingvarsdóttur gjaldkera sem lýkur stjórnar-störfum eftir fimm ár. Laufey Jóhannsdóttir var kosinn nýr formaður FEBG og einnig var Finnbogi Alexandersson kosinn nýr í stjórn. Ný í varastjórn var kosins Lára Kjartansdóttir.
Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf og eins og áður segir var fundurinn vel sóttur og greinilegt að fólk er farið að þrá að hitta mann og annan og njóta samveru.
Fundarstjóri var Ásrbjörn Egilsson og ritari Lára Kjartansdóttir. Gestir fundarins voru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar, Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar og Helgi Pétursson, nýkjörinn formaður LEB.

Gestir fundarins voru Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar, Svanhildur Þengilsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar og Helgi Pétursson, nýkjörinn formaður LEB.

Brugðist við öllum athugasemdum og þeim kippt í liðinn

Gunnar Einarsson bæjarstjóri flutti ávarp og sagði að öllum athugasemdum, sem fram hefðu komið á fundinum, yrði komið í lag. Gunnar fagnaði kosningu Laufeyjar og hlakkaði til samstarfsins. Gunnar nefndi að framlag bæjarins til starfsins hefði verið aukið og ræddi um að best væri að stjórn félagsins ákveddi hvernig það yrði nýtt. Gunnar afhenti Stefaníu, fráfarandi formanni, blómvönd með þökk fyrir góð störf og að sama skapti fékk Guðlaug fráfarandi gjaldkeri gjöf með þökk fyrir hennar góða starf.

Björg Fenger tók einnig til máls og þakkaði fyrir boðið. Hún rifjaði upp samtal við Gunnar Einarsson bæjarstjóra varðandi heilsueflingu eldri borgara og

Helgi Pétursson, nýkjörinn formaður LEB

upplýsti að heilsuefling væri komin undir tómstunda- og iþróttaráð. Samstarfssamningur bæjarins við eldri borgara ætti að styrkja starfið og fjölbreytnina í því. Björg þakkaði líka fráfarandi formanni fyrir gott samstarf og óskaði nýkjörnum formanni til hamingju og hlakkar til samstarfsins.

Starfslok ættu að miðast við færni en ekki aldur

Helgi Pétursson nýkjörinn formaður Landsamband Eldri borgara ávarpaði fundinn og ræddi um breytingu á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Hann sagði frá ársfundi LEB og ályktunum sem voru samþykktar þar, kynnti efni þeirra og hindranir sem væru í kerfinu. Starfslok ættu að miðast við færni en ekki aldur. Heilsugæslan þyrfti að vera miðpunktur í umönnun. ,,Það vantar millistigið frá heimili til hjúk-runarheimilis,” sagði Helgi og árnaði félaginu heilla og hlakkaði til samstarfsins.
Nýkjörinn formaður ávarpaði fundinn og þakkaði traustið. Rifjaði upp upphaf félagsins, ræddi heilsueflingu og aldurssamsetningu íbúa Garðabæjar. Hlakkar til starfsins.

Samningar FEBG við Garðabæ og við Janus Heilsuefling

Að undanförnu hefur verið unnið að samningum við Janus Heilsueflingu og fyrirhugað er að undirrita samning um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa. En eitt af megin markmiðum verkefnisins er að bjóða upp á markvissa heilsueflingu og styrktarþjálfun sem stendur yfir í tvö ár.

Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur um líkams- og heilsurækt milli félagsins og Garðabæjar og felur Garðabær þar með félaginu að koma að og skipuleggja heilsuræktar- og tómstundastarf sem fellur sem best að markmiðum um forvarnir og bætta heilsu.

Guðlaug Ingvarsdóttir fráfarandi gjaldkeri FEBG fékk blómvönd fyrir hennar störf

Fráfarandi formaður og gjaldkeri voru kvaddir með virktum og þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Færði Laufey, Stefaníu fráfarandi formanni og Guðlaugu gjaldkera blómvendi með þökk fyrir þeirra góðu störf undanfarin ár.

Nýkjörin stjórn hefur skipt með sér verkum. Finnbogi Aðalsteinsson er gjaldkeri, Kolbrún Thomas meðstjórnandi, Hildigunnur Hlíðar er ritari, Sigurður Símonarson varaformaður, Lára Kjartansdóttir, Sigurður B. Ásgeirsson og Jón Gunnar Pálsson í varastjórn. Kosning skoðunarmanna reikninga. Daði Guðmundsson og Gunnar Gunnlaugsson og Ástbjörn Egilsson til vara.
Félagið bauð svo upp á kaffiveitingar að afloknum aðalfundarstörfum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar