Stjörnustúlkur Lengjubikarmeistarar

Kvennalið Stjörnunnar er Lengjubikarmeistari í knattspyrnu eftir að hafa unnið Þór/KA eftir vítakeppni á Samsung-vellinum í Garðabæ sl. laugardag.

Þór/KA tók forystuna í leiknum, en Stjörnukonur jöfnuðu á 34. mínútu þegar Snædís María Jörundsdóttir vann boltann af varnarmanni Þórs/KA áður en hún renndi boltanum í netið. Stjarnan fékk svo ágætis færi til að taka forystuna fyrir hálfleik en nýtti þau ekki og staðan 1-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Stjörnkonur komu síðan ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og voru með öll tök á leiknum en gegn gangi leiksins tókst Þór/KA að komast aftur yfir. Stjörnukonur gáfust þó ekki upp og voru með góð tök á leiknum og það var síðan Ólína Ágústa Valdimarsdóttir sem jafnaði leikinn eftir góða sendingu frá Ölmu Mathiesen, en Ólína Ágústa var mjög yfirveguð í færinu og kláraði það með fallegu skoti framhjá markverði Þórs/KA.

Mörkin urðu ekki fleiri og þurfti því að útkljá málin með vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur, 5-4.
Fyrsti leikur Stjörnunar í Bestu-deildinni er síðan við Þór/KA á Samsung-vellinum miðvikudaginn 26. apríl kl. 18.

Mynd: Á skotskónum! Þær Snædís María Jörundsdóttir (t.v.) og Ólína Ágústa Valdimarsdóttir skoruðu mörk Stjörnunnar í venjulegum leiktíma.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar