Saga og Sigurður í GKG Landsmeistarar í golfhermum!

Landsmótið í golfhermum fór fram í annað sinn sl. mánudag, en þetta mót var í umsjón GKG í samvinnu við GSÍ.

Mótið hófst í janúar og voru leiknar tvær undankeppnir. Að þeim loknum léku síðan 8 efstu konur og karlar til úrslita í 36 holu höggleik um titlana. Grafarholtsvöllur GR var leikinn í Trackman hermunum í Íþróttamiðstöð GKG. Sigurður Arnar Garðarsson og Saga Traustadóttir, bæði úr GKG tryggðu sér sigur og Landsmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki.

Saga lék á 7 höggum undir pari og tryggði sér sigurinn annað árið í röð! Sigurður lék hringina tvo á 19 höggum undir pari og var sigurinn aldrei í hættu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar