Hátíðarlambalæri fyllt með sælkerafyllingu

Páskahátíðin er framundan og við fengum Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistara og eiganda Kjötkompaní í Dalshrauni Hafnarfirði til að koma með klassíska páskauppskrift fyrir lesendur og varð hátíðarlambalæri, fyllt með sælkerafyllingu ásamt villisveppasósu fyrir valinu.

Hátíðar lambalæri

Hitið ofninn í 180°c. Komið kjarnhitamæli fyrir í lærinu og setjið það í ofninn.

Eldunartíminn er ca 60-80 mínútur en best er að fylgjast með kjarnhitamæli og stoppa eldunina í 66°c í kjarna. Látið lærið hvíla í ca 10 mínútur.

Tillaga að meðlæti er villisveppasósa, brúnaðar kartöflur og ferskt grænmeti.

Villisveppasósa

• 20 gr þurrkaðir villisveppir
• 350 ml nautasoð
• 500 ml matreiðslurjómi
• 30 gr smjör
• Ferskt timjan
• 1 stk saxaður laukur
• Sjávarsalt og nýmalaður pipar
• Nautakraftur

Aðferð
Sveppirnir settir í skál og heitu vatni hellt yfir. Látið standa í ca hálftíma. Þá er vatninu hellt af og sveppirnir saxaðir gróft. Smjörið er hitað á pönnu. Laukurinn settur á pönnuna og látinn krauma í ca 3-4 mínútur. Þá er sveppunum bætt saman við, kryddað með sjávarsalti, fersku timjan, nýmöluðum pipar og kjötkrafti. Þá er rjómanum bætt saman við og látið sjóða í ca 10-15 mínútur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins