Stjörnustúlkur í Subwaydeildina – sigra þær 1. deildina?

Stjörnustúlkur leika í Subway-deildinni á næsta tímabili, en sætið tryggðu þær sér með góðum 20 stiga sigri á KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitum 1. deildarinnar í körfuknattleik, sem fram fór sl. sunnudag í Frostaskjóli.

Stjarnan lagði því KR samtals 3-1 í fjórum leikjum.

Úrslitarimman um sigur í deildinni hefst svo í kvöld er Stjörnustúlkur taka á mót Þór Akureyri, sem sigraði Snæfell í undanúrslitunum. Leikurinn fer fram í Umhyggjuhöllinni (Ásgarði) og hefst hann kl. 19:15

Leikur númer 2 er síðan á Akureyri á laugardaginn, 8. apríl og þriðji leikurinn er svo í Garðabæ miðvikudaginn 12. apríl. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður svo 1. deildarmeistari.

Vegna fjölgunnar í Subway deildinni munu bæði lið úrslitaeinvígis taka sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Mynd: Stjörnustúlkur unnu deildarkeppnina á dögunum, en nú hafa þær tryggt sér sæti í Subbway-deildinni á næsta tímabili og stefna á sigra leikina á móti Þór Akureyri og verða því sigurvegarar í 1. deildinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins