Stjarnan varð um miðjan september Íslandsmeistari í 5. flokki karla A og C liða. Frábær árangur hjá strákunum en A liðið vann ÍA í Miðgarði 9-0 í úrslitaleik og C liðið vann HK í úrslitaleik í Kórnum 5-2. Tveir flottir leikir þar sem Stjarnan vann sanngjarnt og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í A og C liðum með glæsibrag..
Að lokum fékk B liðið silfur eftir að hafa tapað 3-2 fyrir Breiðablik í jöfnum og spennandi úrslitaleik. Eiga þeir hrós skilið fyrir dugnað og baráttu í þeim leik allt til enda.
Stuðningurinn í leikjunum var algjörlega til fyrirmyndar þar sem Stjörnumenn fjölmenntu á leikina og léku á alls oddi að hætti Silfurskeiðarinnar.
Framtíðin er svo sannarlega björt í Garðabæ. Til hamingju drengir.
Forsíðumyndin er af A liðinu.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar C liða.