Lilý Erla með innflutningspartý í vinnustofu Hönnunarsafnsins

Á nokkurra mánaða fresti flytur nýr hönnuður eða listamaður inn í vinnustofu Hönnunarsafnsins sem staðsett er í anddyri safnsins. Að þessu sinni er það Lilý Erla Adams sem hefur komið sér fyrir og vinnur að veggteikningum fram að jólum. Verk Lilýjar flæða á milli hönnunar, handverks og myndlistar og þekktust er hún fyrir textílverk sem unnin eru með tufttækni og eru nokkurskonar loðin málverk. Verkin sem Lilý mun gera í vinnustofudvölinni hefur hún verið að þróa og líkjast úr fjarlægð veggfóðri en við nánari athugun kemur í ljós að þau eru teiknuð beint á vegginn! 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar