Fögnuðu merkum tímamótum – hreyfing er lykill að betra lífi

Það var kátur og hress hópur eldri borgara sem fagnaði merkum tímamót um miðjan september sl., en þá luku fyrstu þátttakendurnir í verkefninu Janus-Heilsuefling tveggja ára áfanga. Af því tilefni var efnt til samveru hjá þessum rúmlega 40 manna hópi í Jónshúsi.

Þátttakendur fengu viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið þessum tveimur árum sem verkefnið spannar en nú tekur við framhaldsþjálfun sem byggir á meira sjálfstæði og eigin aga undir leiðsögn Janusar-Heilsueflingar áfram.

Þátttakendur í Janusi – Heilsueflingu halda sínu striki bæði yfir sumarið og veturinn

Verkefnið Janus-Heilsuefling er öflugt forvarnar- og heilsubætandi líkamræktarprógram, en regluleg hreyfing er talin vera ein besta leiðin til að seinka öldrun og tapi á vöðvamassa og mikilvæg til að fólk eigi betri efri ár.

Hreyfing er lykill að betra lífi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar