Nú er handboltinn farinn af stað á fullu og allt starfið að komast á eðlilegt skrið.
Vegna Covid hléa síðasta vetrar var Bikarkeppni HSÍ frestað frá tímabilinu 2020-21 fram á haustið. Strákarnir okkar eru nú komnir í undanúrslit þessarar keppni og er lokakeppnin, Final 4, nú um næstu helgi. Að þessu sinni verður þessi hátíð haldin á Ásvöllum í Hafnarfirði, Hauka-húsinu, og verða undanúrslitaleikirnir spilaðir í dag, föstudaginn 1. október og úrslitaleikurinn laugardaginn 2. október.
Í fjögurra liða úrslitum mætast Stjarnan og Fram og í hinum leiknum eru Valur og Afturelding (UMFA). Báðir þessir leikir ættu að verða gríðalega spennandi þar sem að öll þessi lið hafa farið mjög skemmtilega af stað í haust þannig að það stefnir í gríðarlega spennandi úrslitaleik. Hvetjum við nú allt okkar fólk að mæta, styðja strákana fram til sigurs. Leikurinn hefst kl 20:30.
Skíni Stjarnan!
Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar