Hetjuferðin – Ritlistarnámskeið á Bókasafni Kópavogs 

Ritlistarnámskeið um Hetjuferðina (e. The Hero’s Journey) verður haldið á aðalsafni þriðjudaga frá 5. október til 2. nóvember. Námskeiðið er styrkt af Kópavogsbæ og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Frásagnarminni sem fylgt hefur mannkyninu 

Hetjuferðin er þekkt frásagnarminni sem fylgt hefur mannkyni frá örófi alda fram á okkar dag. Námskeiðið er öllum opið en markmiðið er að efna til samtals kynslóðanna þar sem eldra fólk þekkir hugmyndina um hetjuferðina úr þjóðsögum og ævintýrum en yngra fólkið úr fantasíufrásögnum og tölvuleikjum samtímans.

Hetjan stígur inn í óþekktan heim ævintýrisins þar sem ögrandi þroskaverkefni bíða hennar. Hún hlýtur eldskírn og í ferli friðþægingar öðlast hún gjöf. Umbreytt snýr hetjan aftur til síns heima með gjöfina sem gagnast samfélagi hennar öllu.

Með aðstoð leiðbeinanda skrifa þátttakendur einn Hetjuferðarhring og geta valið hvort þeir skálda persónur og skapa sögusvið eða skrifa um atburði eigin lífs í anda Hetjuferðarinnar. Skrifunum fylgja umræður í hópnum um Hetjuferðina í fornum sögum og nýjum og í lífssögum okkar allra.  
Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið. Æskilegt er að umsækjendur sendi umsókn í tölvupósti og segi frá sjálfum sér til að hægt sé að velja þátttakendur svo úr verði samtal kynslóðanna á námskeiðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu bókasafnsins, http://bokasafn.kopavogur.is 
   
Skráning fer fram á [email protected]

Forsíðumynd: Leiðbeinandi er Björg Árnadóttir, rithöfundur, ritlistarkennari og MA í menntunarfræðum skapandi greina.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar