Stjarnan á tvö lið á Norðurlandamótinu í hópfimleikum

Norðulandamót fullorðna í hópfimleikum verður haldið hátíðlega í Laugardalshöll á morgun, laugardaginn, 11.
nóvember. Á mótinu keppa 25 bestu félagslið Evrópu frá Norðurlöndunum fimm og keppast þau um hinn eftirsóknaverða Norðurlandameistarititil.

Ísland sendir þrjú lið til keppni, lið Stjörnunnar í kvennaflokki og lið Stjörnunnar í karlaflokki.  Einnig keppir lið  Gerplu í kvennaflokki.

Undirbúningur íslensku  liðanna hefur gengið vonum framar og það hefur myndast mikill spenna á meðal stuðningsmanna að sjá liðin mæta á stóra sviðið í Laugardalshöll, 11. nóvember.

Kvennalið Stjörnunnar: Fremri röð frá vinstri: Birta Sif, Ásta, Kaja, Helena, Halla og Hildur. Efri röð frá vinstri Berglind, Tinna, Eva, Andrea, Hrafnhildur, Tinna Sif, Telma og Heiða

Karlalið Stjörnunnar: Fremri röð: Stefán, Viktor, Jóhann, Júlían og Markús. Efri röð: Örn, Guðmundur, Þórir, Magnús, Ágúst, Arnar, Bjartur, Halldór, Helgi og Eyþór

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar