Gleðisveitin Mandólín fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu á fjörugum tónleikum

Gleðisveitin Mandólín fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með fjörugum laugardagstónleikum í Salnum þann 11. nóvember kl. 20:00..

Á efnisskrá er skemmtitónlist í bland við tregatóna frá ólíkum heimshornum. Finnskur og argentínskur tangó, líbönsk danssveifla, klezmerfjör og balkanmúsík og sígrænar ballöður, sumar í sérstökum tyllidagabúningi í tilefni dagsins.

Hljómsveitin Mandólín var stofnuð í garðskála í Kópavogi árið 2014 og hefur starfað óslitið síðan. Sveitin hefur komið fram á fjölda tónleika og á tónlistarhátíðum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar