Stigahæsti stórmeistari Íslands gengur í raðir Taflfélags Garðabæjar

Taflfélag Garðabæjar og skákfélagið Huginn hafa ákveðið að sameinast undir nafni Taflfélags Garðabæjar og nýju merki þess félags. Samruninn hefur þegar verið samþykktur á aðalfundum hvors félags um sig, en aukaaðalfundur verður fljótlega þar sem ný stjórn verður kosin.

Samruninn mun verða með þeim hætti að félagsmenn Hugins munu færast sjálfkrafa í keppendaskrá sem félagsmenn Taflfélags Garðabæjar. Félagið verður eftir samrunann eitt öflugasta taflfélag landsins og mun senda margar sveitir til leiks á Íslandsmóti skákfélaga, auk þess að standa fyrir mótahaldi, þjálfun barna og öðrum viðburðum.

Áhersla verður lögð á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt því að móta öfluga og líflega umgjörð um skákiðkun fullorðinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagið mun leggja sig fram um að laða til leiks lítt virka skákunnendur af báðum kynjum og skapa þeim aðstöðu til að njóta þess að tefla saman í góðum hópi.

Stjórnir beggja félaga hafa trú á því að sameiningin muni koma félagsmönnum þeirra til góða og að með þessu skapist sóknarfæri til að vinna að metnaðarfullum markmiðum tómstundastarfs með athylgi öflugs bæjarfélags.

Staðfest er að Hjörvar Steinn Grétarsson stigahæsti stór-meistari Íslands teflir fyrir Taflfélag Garðabæjar eftir sameininguna og hugsanlega líka stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Það hefur þó ekki fengið staðfest hvað Þröst og Hannes varðar og þeir gætu skipt í allt annað félag, sem einhverjir skákmenn Hugins koma til með að gera.

Mynd (skak.is): Hjörvar Steinn Grétarsson stigahæsti stórmeistari Íslands mun tefla fyrir Taflfélag

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar