Metþátttaka í sumarlestri

Metþátttaka var í sumarlestri Bókasafns Kópavogs í ár! Opnuð var vefsíða í byrjun sumars þar sem hægt var að skrá sig til leiks og um 350 börn voru skráð í enda sumars. Er það talsverð aukning frá tölum síðustu ára og vill starfsfólks safnsins gefa krökkunum gott klapp fyrir. Því miður var ekki í boði að halda hina hefðbundnu uppskeruhátíð sumarlesturs en þátttakendum var boðið að koma á safnið, fá bol og myndatöku fyrir utan að fimm heppnir þátttakendur voru dregnir úr potti og fengu góða bókagjöf í verðlaun.

Þátttakendum var boðið að koma á safnið, fá bol og myndatöku fyrir utan að fimm heppnir þátttakendur voru dregnir úr potti og fengu góða bókagjöf í verðlaun

Einnig var sumarnámskeiðið bókakrakkar í boði í sumar og að sögn Grétu Bjargar, deildarstjóra barnastarfs á bókasafninu voru krakkarnir sérlega ánægð með sína upplifun, sem uppistóð meðal annars af tíma með rithöfundi og grímusmiðju þar sem mikið var lagt í að skapa. Allt í allt ótrúlega flott sumar að baki á Bókasafni Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar