Sumarið er komið á Bókasafni Kópavogs

Sumarið er komið, sólin hækkar á lofti, sumarfrí liggja framundan og klúbbarnir á aðalsafni eru einnig að fara í frí fram á haust. Síðasti fundur Á milli línanna í vetur er á dagskrá þann 5. maí, bókmenntahópurinn Hananú er þegar kominn í frí, handverkshópurinn Kaðlín verður á dagskrá út maí sem og slökunarjóga. Æfingin skapar meistarann, spjall á íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna hittist einnig út maí. Sumarlestur fyrir grunnskólabörn hefst í enda maí og verður nánar auglýst síðar. Takk fyrir veturinn, kæru þátttakendur og hlökkum til að sjá ykkur aftur í september.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar