Starfsfólk Te & Kaffi komið í hátíðarskap

Starfsfólk Te & Kaffi á Garðatorgi er komið í sannkallaðan ,,jólafíling”, en þegar Garðapósturinn leit inn á staðinn sl. helgi var það, Ástríður Edda, Luca og Michele, komið í jólaskap eins og jólabros og höfuðfat þeirra bar merki um.

Annars hefur Te & Kaffi verið einstaklega vel tekið af bæjarbúum og í síðustu viku var bætt við spennandi jólaseðli, en á honum má m.a. finna 4 jóladrykki sem bera nöfnin Grýla og Leppalúði, sem eru latte drykkir, Snæfinnur sem er frappó með piparkökum og Stúfur sem er barnakakó. Með jóladrykkjunum er svo gott að fá sér jólamuffins, piparkökuklatta eða risalamande með bæði karmellu og svo kirsuberjasósu. Verði ykkur að góðu.

Á myndinni eru: Ástríður Edda, Luca og Michele

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar