Ljúfur blær yfir Haustsýningu Grósku

Haustsýning Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, var opnuð við góðar undirtektir um síðustu helgi. Sýnendur eru 23 og þemað frjálst þannig að fjölbreytnin er mikil. Ljúfur blær er yfir Haustsýningu Grósku og hún er vel fallin til að vekja von og létta lundina á erfiðum tímum. Sýningarstjóri er Gunnar Júlíusson.

Pálína Kristinsdóttir. Kvöld í Geldingardal

Vegna fjöldatakmarkana verður ekkert formlegt opnunarhóf og móttaka sem átti að vera 18. nóvember fellur niður. En í staðinn býður Gróska til veislu í litlum hópum allan tímann meðan sýning stendur yfir og margir góðir gestir hafa þegar lagt leið sína á sýninguna.

Léttar veitingar eru í boði og tækifæri gefst til að spjalla við myndlistarmennina.

Sýningin er haldin í Gróskusalnum á 2. hæð við Garðatorg 1 og verður opin áfram helgarnar 20. til 21. nóvember og 27. til 28. nóv. kl. 13:30 til 17:30.
Garðbæingar jafnt sem aðrir eru hvattir til að gleðjast með Grósku en gæta þó að sóttvörnum og virða fjöldatakmörk.

https://www.facebook.com/groska210/
https://www.instagram.com/groskamyndlist/

Forsíðumynd: Melgrasskrúfurinn harði eftir Sveinbjörn Steingrímsson

Sumar við tjörnina eftir Sigríði G. Jónsdóttur
Pappamassafígúra eftir Louise Le Roux
Lífið er fótbolti eftir Brynju Guðmundsdóttur
Allt eins og blómstrið eina eftir Aldísi Gunnarsdóttur

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins