Sorphirðudagatal Garðabæjar fyrir árið 2024 komið út

Nýtt sorphirðudagatal Garðabæjar fyrir árið 2024 er komið út þar sem hægt er að sjá hvenær ruslið er tæmt eftir götum/hverfum, en fyrir almennt rusl og lífrænt rusl þá er 14 daga losunartíðni þ.e.a.s. ruslatunnurnar tæmdar á 14 daga fresti. Fyrir pappír og plast þá er losunartíðnin 21 dagur.

Þau leiðinlegu mistök áttu sér stað í Garðapóstinum sem koma út í morgun að aðeins var birt sorphirðudagatalið fyrir almennt og lífrænt rusl á baksíðu blaðsins, en það vantaði dagatalið fyrir pappír og plast.

Í næsta tölublaði Garðapóstsins, sem verður dreift fimmtudaginn 25. janúar nk. verður gerð bót á og sorphirðudagatalið birt í miðju blaðsins fyrir almennt/lífrænt rusl og pappír/plast.

Hægt er að nálgast dagatalið á: https://www.gardabaer.is/media/umhverfi/Sorphirdudagatal_Gardabaer_2024_vefur.pdf

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar