Veitingafólk sjá tækifærin á Álftanesi

„Já auglýsing er ekki formlega komin fram, en ég kalla hér með eftir því að áhugasamir skoði þetta góða tækifæri til að byggja og starfrækja veitingahús á Álftanesi,“ segir Almar Guðmundsson,bæjarstjóri Garðabæjar, en á  bæjarráðsfundi á þriðjudag gerði hann grein fyrir drögum að úthlutunarskilmálum lóðar fyrir veitingahús við Breiðumýri 2 á Álftanesi. Staðsetningin er nánar tiltekið á horni Breiðumýrar og Suðurnesvegar. „Auglýsingin verður lögð fram á næstu dögum og ég efast ekki um að það verði fjölmargir sem vilji reka veitingahús á Álftanesi.“ 

Nýja staðsetningin er í hjarta nýja kjarnans á Álftanesi

Síðastliðið sumar lokaði veitingastaðurinn Álftanesskaffi sem hjónin Skúli Guðbjarnarson og Sigrún Jóhannsdóttir áttu og starfræktu af lífi og sál. Tímabundna kaffihúsið tók þeirra stað en var eðli málsins samkvæmt tímabundið verkefni. „Skúli og Sigrún Nú horfum við á framtíðarstaðsetningu veitingastaðar á Álftanesi, en húsnæðið sem þessir tveir veitingastaðir voru í er víkjandi vegna uppbyggingar á reitnum, en gamla lóðin er víkjandi í skipulaginu,“ segir Almar. „Nýja staðsetningin er í hjarta nýja kjarnans á Álftanesi og hefur upp á margt að bjóða. Það er óskandi að nýjir aðilar geti fetað í fótspor Skúla og Sigrúnar og skapað sér og Álftnessingum góðan og skemmtilegan stað.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar