Listrænn stjórnandi Listahátíðar, Vigdís Jakobsdóttir, sendi erindi til Garðabæjar í síðustu viku þar sem hann óskaði eftir samstarfi við Garðabæ laugardaginn 4. júní nk.
Götuleikhúshópurinn Close-Act kemur fram með skrúðgöngu um Garðabæ sem lýkur á torgi þar sem pláss væri fyrir aðila á stultum með stóra blævængi og hóp trommuleikara. Söngkona í 2ja metra hæð lýkur göngunni. Garðabær verður kynntur sem samstarfsaðili. Óskað hefur verið eftir fjármagni til verkefnisins sem nemur 250 þúsund krónum. Menningar- og safnanefnd hefur tekið jákvætt í ósk stjórn-anda Listahátíðar um samstarf og felur menningarfulltrúa að fylgja því eftir.