Solveig Þóra dúx FG á brautskráningu fyrir haustönn

Brautskráning nemenda frá FG fyrir haustönn 2021 fór fram í Urðarbrunni föstudaginn 19.nóvember. Það var Solveig Þóra Þorsteinsdóttir sem varð dúx að þessu sinni, en hún stundaði nám á íþróttabraut.

Af  þeim 38 sem útskrifuðust að þessu sinni voru 12 af hönnunar og markaðsbraut, sex voru af viðskiptabrautum, fimm af  listnámsbrautum, fjórir voru af bæði félagsvísindabraut og íþróttabraut, þrír voru af bæði alþjóðabrautum og náttúrufræðibraut, og einn brautskráðist með lokapróf frá FG.

Það kom svo í hlut Salnýjar Kaju Sigurgeirsdóttur að flytja ávarp nýstúdents, en athöfninni var streymt á YouTube vegna sóttvarnaraðgerða og því færri í Urðarbrunni en verið hefði við eðlilegar aðstæður.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar