Snyrtistofan Rúnir í Urriðaholti

Snyrtistofan Rúnir er staðsett í Urriðaholtsstræti 18, Garðabæ og opnaði 15.september síðastliðinn.

Eigendur stofunar eru þær Eyrún Þorleifsdóttir, snyrtifræðimeistari og María Rún Ellertsdóttir, snyrtifræðingur. Eyrún útskrifaðist af snyrtibraut árið 2008, og hefur stafað við fagið síðan þá og lauk sveinsprófi 2009. Hún bætti meistararéttindum við árið 2016 og hefur hún unnið á hinum ýmsu stofum í gegnum árin ásamt því að reka sína stofu sjálf.

María útskrifaðist frá snyrtibraut árið 2020 og fékk þar verðlaun fyrir góðan námsárangur. Hún lauk sveinrpófi sínu árið 2022 og byrjar í meistaranámi núna í janúar.

Vörur sem tryggja gæði og hreinleika

,,Urriðaholt er fyrsta hverfið til að hljóta vistvottun og því hugum við vel af umhverfisvænu umhverfi. Okkur er hugað um heilsu og ástand húðar og því notumst við við vörur sem tryggja gæði og hreinleika,” segir Eyrún og heldur áfram: ,,Snyrtivörumerki stofunnar er franska merkið Academie og systramerkið, Derm Acte. Vörurnar hafa ævilanga sögu þar sem merkið var stofnað árið 1890 og eru vörurnar þekktar fyrir mikil gæði og gott úrval fyrir alla. Academie er afar hugað um umhverfið sitt og eru því vörurnar þeirra mjög hreinar. Einnig má bæta við að Derm acte vörurnar eru meðal annars hannaðar af húðlæknum og erum við því að vinna með mikla virkni.”

Allar helstu snyrtimeðferðir í boði

,,Við bjóðum upp á allar helstu snyrtimeðferðir í notalegu umhverfi, þar má nefna andlitsmeðferðir, vaxmeðferðir, litun & plokkun, lúxus fótsnyrtingar og handsnyrtingar. Eins eru lash lift og brow lamination afar vinsælar meðferðir þessa dagana en þá eru augnhárin brett í meiri sveigju og augabrúnir mótaðar betur en hægt er að gera með litun og plokkun. Þessar meðferðir henta fyrir allan aldur. Andlitsböðin eru einnig mjög vinsæl þar sem hægt er að velja á milli fjölda meðferða, eitthvað fyrir alla. Við leggjum mikið upp úr því að veita góða þjónustu í afar rólegu umhverfi þar sem viðskiptavinur getur slakað á, í amstri dagsins,” segir Eyrún.

Hljóðbylgjumeðferðir vinsælar

,,Hljóðbylgjumeðferð/Ultrasound hefur notið gríðalegra vinsælda í snyrtigeiranum undanfarin ár og bjóðum við upp á slíka meðferð. Tilgangur meðferðarinnar er að veita þéttandi áhrif á andlit og háls, ásamt því að lyfta og styrkja húð. Hljóðbylgjurnar vinna einnig á þrota og bólgum í húð og örva kollagenframleiðslu húðar. Meðferðin er sársaukalaus og skilur eftir sig gríðalegan árangur,” segir María Rún.

Dekurpakki í jólagjöf

Nú fer að líða að jólum og býður snyrtistofan Rúnir upp á vítt úrval af jólapökkum og einnig gjafabréfum. ,,Eins erum við með sérstaka dekurpakka í boði en þá höfum við sett saman vinsælar meðferðir í einn pakka,” segir María Rún.

Heimasíða www.snyrtistofanrunir.is Bókanir á www.noona.is/snyrtistofanrunir Sími 565-0190

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar