Flataskóli hlaut viðurkenningu frá UNICEF sem réttindaskóli 

Á dögunum tók réttindaráð Flataskóla við viðurkenningu frá Unicef um að eftir úttekt þá hefur skólinn rétt á að kalla sig áfram réttindaskóla Unicef. Það var vel við hæfi að hafa athöfnina í lok þemadaga sem voru með yfirskriftinni  „við erum öll jöfn“ sem er bein vísun í 2. grein barnasáttmálans. 

Seinni þemadaginn var öllum nemendum skólans blandað tilviljanakennt  í  12-13 barna hópa sem unnu allir það sama undir leiðsögn kennara. Farið var  m.a. í ratleik um barnasáttmálann úti á skólalóð, farið var í nafnaleik, teiknaðar  voru sjálfsmyndir  og unnið var með það hvað við erum öll eins þó við séum ólík.

Á viðurkenningarathöfninni kynntu fulltrúar nemenda vinnuna sem fram fór fyrri þemadaginn.  Nemendur  stóðu sig mjög vel við að lýsa því hvað vinabekkir höfðu unnið  og hvernig  það tengdist annarri grein barnasáttmálans.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar