Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ heldur hreinum meirihluta í Garðabæ og gott betur en það því flokkurinn fékk, þrátt fyrir að tapa einum bæjarfulltrúa frá kosningunum 2018, sjö bæjarfulltrúa af ellefu í bæjarstjórn.

Fjórir listar fengu fulltrúa kjörna í bæjarstjórn en voru aðeins tveir áður, Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabæjarlistinn. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Garðabæjarlistinn og Viðreisn fengu fulltrúa kjörna núna, en Miðflokkurinn náði ekki inn kjörnum fulltrúa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 49,1% atkvæða og Garðabæjarlistinn fékk 20,9% og tvö bæjarfulltrúa kjörna. Garðabæjarlistinn tapaði þar með einum bæjarfulltrúa frá 2018 og ástæðuna má kannski rekja til þess að Viðreisn sleit samstarfinu við flokkinn og bauð undir nafni Viðreisnar í fyrsta skipti í Garðabæ og fékk einn fulltrúa kjörinn. Framsóknarflokkurinn fékk einnig einn mann kjörinn í bæjarstjórn og er það í fyrsta skipti síðan 2002 sem Framsóknarflokkurinn fær fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn þegar flokkurinn býður fram undir eigin nafni.

Viðreisn fékk 13,3% atkvæða, Framsóknarflokkurinn fékk 13,1% atkvæða og Miðflokkurinn fékk 3,7% atkvæða.

Kjörsókn í Garðabæ var 64,1% sem er örlítið minni kosningaþátttaka en árið 2018 (67%).

Myndin er af bæjarstjórn 2018-2022

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins