2807 greitt atkvæði í Kópavogi kl. 12

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, Smárinn og Kórinn. Kjörfundur er opinn frá 09.00 til 22.00.

Á kjörskrá eru 28.920,  14.347 karlar, 14.569 konur og 4 kynsegin.

Fylgst er með kjörsókn í Kópavogi og eru tölur um hana uppfærðar á klukkustundar fresti.

Klukkan 10 höfðu 546 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 2,0%.

Klukkan 11 höfðu 1.539 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 5,6%.

Klukkan 12 höfðu 2.807 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað. Kjörsókn var þá 10,3% en kjörsókn árið 2018 var á sama tíma 7,3%

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar