Sílamávar angra íbúa í Sjálandi – íbúafundur 12. apríl.

Fræðslu- og upplýsingafundur vegna máva verður haldinn fyrir íbúa Garðabæjar miðvikudaginn 12. apríl kl. 17 í Sjálandsskóla.

Óánægja hefur skapast meðal hluta íbúa í ákveðnum hverfum vegna ágangs sílamáva sem að mati íbúa hefur aukist undanfarin ár og valdið óþægindum.

Samkvæmt íbúum er töluvert mávavarp t.d. í Sjálandshverfi og öðrum hverfum í bænum. Mávar hafa möguleika á að leita sér skjóls á húsþökum sem víða eru flöt og sum hver með stórum steinum sem gera heppilegan varpstað.

Fundarstjóri verður Stella Stefánsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar.

Dagskrá verður eftirfarandi:

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri opnar fundinn

Fræðsluerindi heldur Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur frá Verkís.

Opið fyrir spurningar: Magni Konráðsson meindýraeyðir og Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur sitja fyrir svörum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins