2761 barn nýtti sér hvatapeningana að upphæð 133 milljónir árið 2022

3.705 börn í Garðabæ áttu rétt á hvatapeningum árið 2022 og 2.761 barn nýtti sér þann rétt eða 75%. Heildarúthlutun var kr. 133.294.802 og fór 91% greiðslna í gegnum rafrænafærslu við skráningu
kr. 121.313.445.

Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi fór yfir greinargerð um nýtingu hvatapeninga barna í Garðabæ 2022 á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í síðustu viku. Upphæð hvatapeninga var 50.000 á hvert barn 5 ára til 18 ára árið 2022, en þeir voru hækkaðir upp í 55 þúsund um sl. áramót.

Nýtingin fer úr 91% í 41% á milli yngsta og elsta aldurshópsin

Í greinagerð Kára fyrir árið 2022 kemur í ljós að nýtingin fellur áberandi frá því að vera 91% við 11 ára aldur, árangi 2011, niður í 41% hjá 18 ára aldrinum, árgangi 2004.

Athygli vekur að unglingar elstu þriggja árganganna nýta ekki hvatapeninga í jafn miklum mæli í skipulögðu starfi. Þrír elstu aldurshópar sækja í „almennar æfingar“ (líkamsræktarstöðvar) í meira mæli en í fótbolta, fimleika og körfu, enda opna reglurnar ekki á að nýta styrkinn í almenna líkamsrækt fyrr en við 16 ára aldur.

Hvatapeningar nýttir í 39 mismunandi námskeið/félög

Hvatapeningar voru nýttir í 39 mismunandi námskeið/félög, mest í knattspyrnu, fimleika, körfubolta, handbolta og líkamsræktarkort.

Nemendur í tónlist nýta hvatapeninga vel, Tónlistarskóli Garðabæjar er í 6. sæti yfir greidda hvatapeninga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar