Kristinn Sigmunds og Peter Máté flytja tvo ljóðaflokka í Salnum – einn glænýjan annan eldri

Sunnudaginn 26. mars kl. 16:00 flytja Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og Peter Máté píanóleikari flytja ljóðaflokkana Á þessum kyrru dægrum eftir Tryggva M. Baldvinsson og Liederkreis op. 39 eftir Robert Schumann.

Tryggvi samdi flokkinn Á þessum kyrru dægrum á síðasta ári við nokkur ljóð eftir öndvegisskáldið Hannes Pétursson með Kristinn í huga og verður nú flokkurinn frumfluttur á tónleikunum.

Schumann samdi Liederkreis opus 39 í maí, árið 1840, við ljóð eftir Joseph von Eichendorff. Er þetta einn þekktasti og best heppnaði ljóðaflokkur sem um getur og inniheldur margar af fegurstu perlum Schumanns. Sjálfur skrifaði hann í bréfi til Clöru unnustu sinnar: Eichendorff-flokkurinn er rómantískasta tónlist sem ég hef samið…

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar